Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2 C
Reykjavik

Þrjú ár án fíkniefna: „Andlegur sársaukinn var óbærilegur.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 5. febrúar 2020 gekk ég inn á afeitrunarstöðina Vog í annað sinn, örmagna á líkama og sál.

Nokkrum mánuðum áður hafði fíkillinn náð yfirhöndinni eftir stuttan tíma edrú.

Upplifun mín var sú að ég hefði virkilega reynt að ná árangri í þessa sjö mánuði sem ég náði að lifa án hugbreytandi efna, ég var viss um að ég þyrfti ekki nema eina tilraun. Þetta gæti nú ekki verið svo flókið, ekki nota fíkniefni, ekki drekka og ekki vera fáviti.

Þegar ég lít til baka sé ég týnda unga konu, hrædda við að horfast í augu við raunveruleikann, enda getur hann verður kaldur og ljótur.

Ég hafði óbilandi trú á sjálfri mér þegar ég reyndi fyrst að losa mig úr klóm fíknarinnar, of mikla trú.

Þegar í ljós kom að ég hafði enga stjórn á þessum eigingjarna sjúkdómi var það líkt og fata af ísköldu vatni í andlitið, raunin var sú að ég vissi ekkert. Ég missti alla von og trú á að líf mitt yrði nokkuð annað en slagsmál við fíkn og innlagnir á meðferðarstofnanir. Vonlaus, örmagna og vansæl, var þetta virkilega allt það sem mér var ætlað að vera? 23 ára gömul og líf mitt búið, eða svo hélt ég.

- Auglýsing -

Ég grét viðstöðulaust fyrstu dagana á Vogi, andlegur sársaukinn var óbærilegur. Næstu skref voru mér hulin ráðgáta, mér fannst ég vera búin að reyna þetta eins vel og hægt er, en ég fékk aldrei þessa gleði, þetta frelsi og þennan létti sem aðrir óvirkir fíklar töluðu um.

Ég réð við lítið annað en það eitt að gráta, svo það var það sem ég gerði. Alveg var ég viss um að ég væri í hræðilegri ástarsorg, bæði vegna efnisins sem ég þurfti enn og aftur að kveðja og mannsins sem yfirgaf mig nokkrum dögum áður.

Seinna sá ég þetta allt skýrar, ég var í sorg, óbærilegri sorg, en það var engin ást þarna. Þetta snerist um mig sjálfa, þarna var 23 ára móðir sem endaði inni á afeitrunarstöð í annað sinn, án þess að átta sig nokkuð á því hvað hefði farið úrskeiðis.

- Auglýsing -

Mér þykir vænt um þessa ungu stelpu, en ég er þakklát fyrir það að hún sé ekki hér í dag.

Greinina má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -