Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Þróttur í hart við Reykjavíkurborg: „Það kemur ekki til greina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar fyrr í mánuðinum var tekin sú ákvörðun að breyta um stefnu í skólamálum í Laugardalnum en til stóð að byggja við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla til að mæta þörfum og fjölgun nemenda og var sú ákvörðun tekin árið 2022 eftir langt samráðsferli við skólastjórnendur og íbúa Laugardals.

Nú hefur verið lagt til að byggður verði sérstakur safnskóli fyrir nemendur í 8. – 10. bekk en ekkert samráð var haft um þessi plön við íbúa eða skólastjórnendur og ber Reykjavíkurborg fyrir sig breyttar aðstæður sem aðalástæðu þess að breytt var um áætlun. Nú hefur íþróttafélagið Þróttur gefið út yfirlýsingu um málið en í henni segir að félagið muni ekki gefa eftir svæði sem tilheyri félaginu en samkvæmt tillögu borgarinnar stendur til að byggja skólann mögulega á milli Skautahallarninnar og AVIS-velli Þróttar. Segir félagið að svæðið tilheyri Þrótti og sé mikilvægt starfsemi félagsins.

Í yfirlýsingunni er einnig sagt að ekkert samráð hafi verið haft við félagið og áform borgarinnar hafi komið félaginu í opna skjöldu.

Hægt er að lesa alla tilkynningu Þróttar hér fyrir neðan:

„Á fundi Skóla- og frístundaráðs borgarinnar, sem fram fór 13. mars sl., lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum.1 Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla, svokölluð sviðsmynd 4 í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda, dags. í nóvember 2023.2 Í þeirri sviðsmynd er kveðið á um uppbyggingu unglingaskóla í Laugardalnum og koma þrjár lóðir til greina samkvæmt skýrslunni. Lóð nr. 1 í umræddri skýrslu er Þríhyrningurinn en sú lóð er og verður á íþróttasvæði Þróttar samkvæmt samkomulagi félagsins við borgina frá 1996.

Í ljósi framangreinds hefur laganefnd Þróttar farið yfir samkomulag félagsins við borgina. Telur laganefndin ljóst að tillaga að staðsetningu unglingaskóla milli gervigrasvallar og skautahallarinnar byggir á þeirri röngu forsendu að umrætt svæði, þ.e. Þríhyrningurinn, sé við hlið íþróttasvæðis Þróttar en ekki á íþróttasvæði félagsins. Með samningi Þróttar og Reykjavíkurborgar frá 12. desember 1996, um flutning félagsins úr Sæviðarsundi yfir í Laugardal, lét Reykjavíkurborg Þrótti í té afnota af tilgreindum svæðum, þar á meðal svæðinu milli gervigrasvallar og Skautahallar, þ.e. Þríhyrningi. Samkvæmt samningnum skal Þróttur hafa afnot af þeim svæðum sem um ræðir svo lengi sem félagið starfar í Laugardal. Ekkert í samningi aðila heimilar Reykjavíkurborg einhliða að taka til sín svæði sem látin voru Þrótti í té. Þríhyrningurinn er því og verður hluti af íþróttasvæði Þróttar.

Vill aðalstjórn Þróttar því hér með koma því á framfæri að ekkert samráð hefur verið haft við félagið um umrædd áform borgarinnar og komu þau félaginu í opna skjöldu. Það kemur ekki til greina af hálfu félagsins að gefa umrætt íþróttasvæði eftir enda gegnir það veigamiklu hlutverki í starfsemi þess. Þarna fara m.a. fram stórir viðburðir á borð við ReyCup og önnur knattspyrnumót sem gerir Þrótti kleift að halda rekstri sínum gangandi. Þróttur mun því ekki að óbreyttu gefa íþróttasvæði sitt eftir undir skólalóð.

Aðalstjórn Þróttar“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -