Föstudagur 17. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Þú gætir þurft að þéna 420.000 krónum meira á ári vegna vaxtahækkana Seðlabankans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árlegar afborganir af 40 milljón króna óverðtryggðu húsnæðisláni á breytilegum vöxtum gætu hækkað um 300.000 krónur ef nýjasta stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem tilkynnt var um í morgun, skilar sér beint inn í vaxtahækkanir bankanna. Það gerir 25.000 króna hækkun greiðslubyrðar á mánuði. Einstaklingur með slíkt lán þyrfti að þéna um það bil 420.000 krónum meira á ári til þess að mæta hækkunum.

Seðlabanki Íslands tilkynnti í morgun um 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta. Vextirnir standa nú í 5,5 prósentum og hafa ekki verið hærri í sex ár. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti átta sinnum á rúmu ári og gefið það út að vextir verði hækkaðir áfram eins mikið og þarf til þess að ná verðbólgu niður.

Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa óhikað skilað sér í hækkun breytilegra vaxta hjá viðskiptabönkunum. Það hefur valdið því að greiðslubyrði fólks með óverðtryggð húsnæðislán á breytilegum vöxtum hefur jafnvel hækkað um tugi þúsunda.

Fyrir einstakling sem tók 50 milljóna króna óverðtryggt húsnæðislán á lægstu breytilegu vöxtum í byrjun árs 2021, 3,4 prósent, var mánaðarleg afborgun af láninu 190.169 krónur. Á 5,5 prósenta vöxtum er mánaðarleg afborgun komin upp í 256.709 krónur. Hækkunin nemur 66.540 krónum.

Þarft að þéna 420.000 krónum meira

Fyrir einstakling með 40 milljón króna óverðtryggt húsnæðislán á breytilegum vöxtum gæti greiðslubyrði hækkað um 300.000 krónur á árs grundvelli, ef nýjasta stýrivaxtahækkun Seðlabankans skilar sér beint inn í breytilega vexti bankanna. Hingað til hafa viðskiptabankarnir ekki beðið lengi með að hækka vexti sína í kjölfar stýrivaxtahækkana.

Hjá þessum einstaklingi myndi mánaðarleg afborgun því hækka um 25.000 krónur við þessa einu hækkun.

- Auglýsing -

Til þess að mæta þeim hækkunum þyrfti viðkomandi að þéna um það bil 420.000 krónum meira á ári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -