Fimmtudagur 24. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Þurfa að fresta flestum andlitsmeðferðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Snyrtifræðingar, hárgreiðslufólk, nuddarar og annað fólk sem starfar í mikilli nálægð við viðskiptavini sína hefur þurft að aðlagast nýju verklagi og starfsumhverfi eftir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi um mánaðamótin. Hertar aðgerðir fela meðal annars í sér að nú er tveggja metra reglan skylda og þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga er krafist notkunar grímu sem hylur nef og munn.

Birna Ósk Þórisdóttir, formaður félags íslenskra snyrtifræðinga og eigandi Snyrtihornsins Mist, segir þá snyrtifræðinga sem hún hefur talað við undanfarna daga leggja mikla áherslu á að fylgja öllum reglum og leiðbeiningum stjórnvalda. Hertar aðgerðir setja þó vissulega strik í reikninginn þar sem ómögulegt er að sinna ákveðnum meðferðum þegar viðskiptavinir þurfa að nota grímu.

„Ég get ekki svarað fyrir allar snyrtistofur en það sem ég hef heyrt er að það er búið að auka þrif mikið á öllum snyrtistofum og flestar snyrtistofur hafa frestað öllum andlitsmeðferðum. Margar snyrtistofur eru búnar að afbóka allar andlitsmeðferðir, sem sagt húðhreinsun, andlitsnudd og svo framvegis. Starfsfólk notar svo grímur og viðskiptavinir eru beðnir um að nota grímur líka,“ segir Birna. Hún bætir við: „Það er þó áfram hægt að bóka tíma í litun og plokkun augabrúna og í aðrar andlitsmeðferðir þar sem viðskiptavinurinn getur borið grímu.“

Spurð nánar út í aukin þrif sem Birna nefnir segir hún: „Handspritt er alltaf aðgengilegt, tímarit hafa verið fjarlægð af biðstofum, við notum einnota glös í staðin fyrir glerglös og minnum viðskiptavini á að svo sér um hendurnar svo nokkur dæmi séu tekin.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -