Ferðafyrirtækið Reykjavik Helicopters styrkir Grindvíkinga um 1.000 krónur af hverri seldri þyrluferð með fyrirtækinu.
Rauði krossinn reið á vaðið í dag og hóf söfnun til styrktar Grindvíkingum sem standa nú frammi fyrir gríðarlegum hamförum. En það eru fleiri sem styrkja nú Grindvíkinga en ferðafyrirtækið Reykjavik Helicopters ætla sér að leggja Rauða krossinum lið í söfnuninni með því að borga þúsund krónur af hverri seldri þyrluferð fyrlrtækisins, til söfnunarinnar.
Þetta tilkynnti fyrirtækið á Facebook í dag. Færslan hefur verið lauslega þýdd og má lesa hana hér fyrir neðan:
„Við erum nú að upplifa fimmta eldgosið á Reykjanessvæðinu á tæpum 3 árum. Fyrri gosin hafa verið skaðlaus og sannarlega stórkostleg á að horfa. Núverandi eldgos er eitthvað annað. Nú stöndum við frammi fyrir sannkölluðum náttúruhamförum þar sem Grindavíkurbúar verða verst úti. Nú þegar hafa lífsnauðsynleg innviði skemmst og heimili glatast. Hugur okkar og hjörtu eru fyrst og fremst hjá Grindavíkurbúum. Áfram verður boðið upp á ferðir til að skoða gossvæðin á Reykjanesi en sem stendur höldum við öruggri fjarlægð, að lágmarki 2 sjómílur (um 4 km), frá núverand gosi og Grindavík. Við vonum það besta fyrir Grindavíkurbúa og leggjum kr 1.000,- á hvert selt sæti í þeim ferðum til styrktar Rauða kross Íslands fyrir Grindavíkurbúa.“