„Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var við slökkvistörf við gosstöðvarnar á Reykjanesi í gærkvöldi ásamt Slökkviliði Grindavíkur, Slysavarnafélaginu Landsbjörg og fleirum“ svo kemur fram á Fésbókarsíðu Landhelgisgæslunar.
Fram kemur að Slökkviskjóla hafi verið notuð við slökkvistarfið. En í búnaðinum er hægt að koma fyrir tveimur tonnum af vatni í hverri ferð sem síðar er sleppt yfir eldsvæðið.
Mikið hefur verið um sinubruna út frá eldgosinu og svæðið mjög þurrt eftir mikla þurrkatíð.
Ljósmyndir fylgdu færslunni og er sjón sögu ríkari.