Hinn svokallaði TikTok-tálbeita vonast eftir samvinnu við lögreglu í framtíðinni.
Nýverið var TikTok-aðgangi tálbeitunnar lokað en hann opnaði annann skömmu síðar sem enn er opinn. Á samfélagsmiðlinum hefur maðurinn að undanförnu birt myndskeið þar sem hann uppljóstrar um meinta barnaníðinga. Þar sýnir hann samskipti sem hann hefur átt við mennina undir því yfirskyni að hann sé unglingsstelpa. Skilaboðin eru kynferðisleg og hefur hann mælt sér mót við þó nokkra karlmenn. Hefur hann þá gengið á mennina með símamyndavélina að vopni og spurt þá út í hegðun þeirra. Mannlíf hefur fjallað um myndskeiðin undanfarið en ný tilkynning barst í dag frá TikTok-tálbeitunni.
Sjá einnig: Aðgangi tálbeitunnar á TikTok lokað – Opnaði nýjan aðgang og stefnir á að vera líka á Instagram
Í henni segist maðurinn vera að láta allar upplýsingar og gögn um meint barnaníðingsmál í hendur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og vonast hann eftir frekari samvinnu við lögregluna. Hægt er að sjá tilkynninguna hér fyrir neðan.