Það er til mikils að vinna fyrir Knattspyrnusamband Íslands ef íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sigrar lið Úkraínu í kvöld en liðin spila um laust sæti á evrópumóti landsliða sem fer í sumar.
Liðin sem komast á mótið fá öll 9,25 milljónir evra í verðlaunafé fyrir árangurinn en það er um það bil 1,4 milljarðar íslenskra króna. Þá munu lið fá 149 milljónir króna fyrir sigurleiki í riðlakeppninni og 75 milljónir fyrir jafntefli.
Hér fyrir neðan má sjá verðlaunafé sem er bundið fyrir árangurinn á mótinu:
16-liða úrslit – 223 milljónir króna.
8-liða úrslit – 372 milljónir króna.
Undanúrslit – 600 milljónir króna.
2. sæti – 745 milljónir króna.
Evrópumeistarar – 1,2 milljarður íslenskra króna.
Ólíklegt er þó að Ísland komist á mótið en flestir spá Úkraníu öruggum sigri í leik kvöldsins en hægt er að horfa á hann í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 19:45.