Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Tilkynningum um heimilisofbeldi fækkar á milli ára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ný skýrsla ríkislögreglustjóra um tilkynningar til lögreglu um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra eða tengdra aðila fyrir árið 2024 hefur verið birt á vefsvæði lögreglunnar.

Á landsvísu fékk lögregla 2.379 tilkynningar um slík mál árið 2024. Er það tæplega tvö prósent aukning samanborið við síðustu þrjú ár á undan. Ef aðeins er litið er til ársins 2023 var þrjú prósent fækkun tilkynninga. Jafngildir það að meðaltali tæplega sjö tilkynningum á dag, eða 198 tilkynningum á mánuði. Flest heimilisofbeldismál voru tilkynnt í desember, eða alls 105. 

Færri beiðnir um nálgunarbann

Beiðnir um nálgunarbann árið 2024 voru 79, en um er að ræða 26 prósent fækkun miðað við meðaltal síðustu þriggja ára á undan. Miðað við árið 2023, fækkaði beiðnum um 14 prósent. 

Samkvæmt lögreglunni þykir mikilvægt að skrá bæði ágreining og heimilisofbeldi til að fá heildstæða mynd af tilvikum og hvort tilvik geti leitt til ítrekaðra og alvarlegri atvika. Þegar aðeins er litið til heimilisofbeldismála, það er tilvika þar sem grunur er um brot á borð við líkamsárásir, hótanir eða eignaspjöll, voru tilvikin 1.122. Tilkynningar um ágreining milli skyldra eða tengdra aðila voru 1.257. 

Oftar metið heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu

- Auglýsing -

Í skýrslunni kemur fram að 25 prósent heimilisofbeldismála tilkynnt til lögreglu voru á landsbyggðinni og 75 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Þegar horft er til ágreiningsmála voru 39 prósent slíkra mála á landsbyggðinni og 61 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Ef horft er til mannfjölda íbúa á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni 1. janúar 2024 voru um 64 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu og 36 prósent á landsbyggðinni.  

Þegar tengsl árásaraðila og árásarþola eru skoðuð árið 2024 kemur í ljós að heimilisofbeldismálum milli hjóna, sambúðarfólks eða hjá pari, núverandi eða fyrrverandi voru 716, eða 64 prósent málanna og fækkaði um rúm þrjú prósent samanborið við síðustu þrjú ár.   

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -