Fimmtudagur 16. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fjölgar á milli ára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um 10 prósent aukning á tilkynningum um kynferðisbrot varð á milli áranna 2023 og 2024. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra.

Skýrsla ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot hefur nú verið birt. Í skýrslunni má finna upplýsingar um fjölda tilkynninga til lögreglu vegna kynferðisbrota árið 2024.  Tilkynnt brot voru 568 talsins, sem er 10% aukning tilkynninga frá 2023.

Lögreglan skráir bæði hvenær kynferðisbrotið átti sér stað og hvenær það var tilkynnt til lögreglu þar sem í hluta mála líður langur tími þar á milli. Í fyrra var tilkynnt um 185 nauðganir til lögreglu og þar af 130 sem áttu sér stað á árinu. Tilkynningum um nauðganir fjölgaði um þrjú prósent miðað við árið 2023. Ef horft er til meðaltals tilkynninga síðustu þrjú ár þar á undan, fækkaði þeim um 14 prósent.

Mikill aldursmunur milli brotaþola og grunaðra

Samkvæmt skýrslunni voru konur voru 88 prósent brotaþola í öllum kynferðisbrotum sem tilkynnt voru til lögreglu. Hlutfallið var enn hærra þegar horft var til nauðgana, þar voru 95 prósent brotaþola kvenkyns. Hlutföllin snúast við þegar kemur að kyni grunaðra, þar voru 94 prósent karlkyns í kynferðisofbeldismálum sem tilkynnt eru til lögreglu.

Talsverður aldursmunur var á milli brotaþola og grunaðra. Meðalaldur brotaþola var 23 ár, á meðan meðalaldur grunaðra var 34 ár.  Um 46 prósent brotaþola voru undir 18 ára í öllum kynferðisbrotum á meðan 12 prósent grunaðra voru undir 18 ára. Hlutfall brotaþola undir 18 ára í nauðgunarbrotum var 36 prósent og hlutfall grunaðra undir 18 ára var 17 prósent.

- Auglýsing -

Alls bárust tilkynningar um 126 kynferðisbrot gegn börnum og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára var sex prósent fjölgun slíkra mála. Tilkynningar um barnaníð voru 40, sem er rúm 22 prósent fjölgun slíkra tilkynninga samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan.

Fjölgun tilkynninga og fækkun brota

Samkvæmt lögreglunni hefur eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar undanfarin ár verið að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu aukist um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar árið 2023 meðal 18 ára og eldri kom fram að 1,9 prósent svarenda höfðu orðið fyrir kynferðisbroti (þvingað eða reynt að þvinga til kynferðislegra athafna, gripið í eða verið snert kynferðislega gegn vilja sínum). Þar af höfðu tíu prósent tilkynnt það til lögreglu. Hæsta hlutfall þeirra sem svöruðu voru á aldrinum 18-25 ára, eða 11 prósent svarenda. Um 0,6 prósent höfðu orðið fyrir stafrænu broti þar sem nektarmyndum var deilt af þeim án leyfis á netið (6 svarendur í könnuninni), og um 43 prósent þeirra sögðust hafa tilkynnt það til lögreglu, en hafa verður í huga að fáir svöruðu spurningunni.

- Auglýsing -

Þá svöruðu 6,5 prósent þátttakanda því til að þau hefðu orðið fyrir eltihrelli, þar af hafði gerandinn verið í helmingi tilvika kunningi eða ókunnugur.

Í mælaborði farsældar sem byggist á svörum nemenda í grunnskólum í rannsókn Íslenskra æskulýðsrannsókna kemur fram að 16 prósent 13-16 ára nemenda sögðust hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og 36 prósent fyrir stafrænu kynferðisofbeldi.

Alltaf er hægt að tilkynna brot með því að hafa samband við 112.  Sjá einnig leiðarvísir um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu á ofbeldisgátt 112.is.

Skýrsluna má finna hér. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -