Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Tillögu að nýju og umdeildu merki Þróttar hafnað af félagsmönnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Undanfarnar vikur hefur átt sér stað mikil og hörð umræða í Laugardalnum um tillögu stjórnar Þróttar um að félagið taki upp nýtt merki en núverandi merki Þróttar hefur staðið óhaggað síðan 1980. Nýja merkið, sem er teiknað af hönnunarstofunni Farvi, þykir frekar ólíkt gamla merkinu en rauðar og hvítar rendur félagsins eru horfnar á braut í merkinu sem og svört umgjörð og stafir.

Á aðalfundi sem haldinn var í gær var kosið um hvort taka ætti upp nýtt merki en áður en að kosningu kom hélt Bjarnólfur Lárusson, formaður félagsins, ræðu þar sem hann sagði að sú umræða sem hafi átt sér stað um nýtt merki og stjórnina hafi á köflum verið dónaleg og vonaðist til þess að hægt væri að horfa saman á bjartari tíma. Naumur meirihluti félagsmanna sem tóku þátt í kjörinu samþykktu nýtt merki en til að merkinu yrði breytt þurfti 2/3 félagsmanna á fundinum að samþykkja merkið og var tillagan því felld og gamla merkið lifir áfram.

Þess ber að geta að í könnun sem var gerð meðal stuðningsmanna félagsins, sem 270 manns tóku þátt í, vildu aðeins 25% stuðningsmanna Þróttar að nýja merkið yrði samþykkt en aðeins skráðir félagsmenn gátu tekið þátt í kosningu á aðalfundi félagsins.

Tillaga um nýtt merki (til vinstri) og hið gamla

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -