Laugardagur 28. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Tilslökunum á samkomubanni frestað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ákveðið hefur verið að fresta þeim tilslökunum á samkomubanni sem áttu að taka gildi 4. ágúst um tvær vikur. Svandís Svarsdóttir segir í samtali við Vísi að að hún hafi fengið nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær og í framhaldi af því hafi ríkisstjórnin ákveðið að fresta tilslökunum.

Fjöldatakmörk samkomubanns munu því áfram miðast við fimmhundruð manns til 18. ágúst og skemmtistaðir verða áfram opnir til 23. Til stóð að fjöldamtakmörk miðuðust við eitt þúsund manns og afgreiðslutími skemmtistaða yrði lengdur til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi.

„En í ljósi stöðunnar sem við erum að sjá þessa dagana, bæði í gær og í fyrradag, þá leggur hann til við mig að við bíðum með þessar tilslakanir í tvær vikur. Það er að segja þá breytingu annars vegar að fjölga úr fimm hundruð í þúsund með hámarksfjölda á einum stað og hins vegar þetta með að lengja opnunartíma veitingahúsa frá ellefu til miðnættis. Þannig að það verður bið á þeirri breytingu í ljósi þess að við þurfum að ná betur utan um stöðuna,“ segir Svandís.

Spurð hvort fyrirhugað sé að herða aðgerðir vegna þeirra innanlandssmita sem sem greinst hafa hér á landi síðustu daga segir Svandís að það sé allt til skoðunar. „Það standa yfir fundir þar sem verið er að skoða þessi mál og samspilið við skimun á landamærum. Ég legg megináherslu á það í dag að við þurfum að herða verulega á því sem við öll kunnum svo vel, sem eru okkar einstaklingsbundnu smitvarnir,“ segir hún.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist einnig hafa áhyggjur af þessum nýju smitum. „Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þeim og það er full ástæða til að við herðum okkur í okkar sóttvarnarráðstöfunum, við séum meðvituð um það að það skipti máli að halda áfram að þvo sér um hendur og spritta og forðast snertingu,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu Vísis.

Hún segist ánægð með þær tillögur sem kynntar voru á ríkisstjórnarfundi í morgun um að fresta þeim tilslökunum sem áður stóðu til að setja í gildi eftir Verslunarmannahelgi. „Ég held það sé eina vitið. Við þurfum að fara að öllu með gát og þegar við sjáum þessi innanlandssmit þá er ástæða til að staldra við og hægja á öllu þessu ferli,“ segir forsætisráðherra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -