Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

„Tilveruréttur hunda- og kattaeiganda er skertur og lýtur geðþótta nágranna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýr undirskriftalisti á island.is gengur nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Safnað er undirskriftum vegna breytinga á núverandi lögum um dýrahald í fjöleignahúsum. Í dag lútir leyfið að tveir þriðju hluti eiganda í fjölbýli sem deila inngangi þurfa að samþykkja að einstaklingur megi búa með dýri sínu. Í samtali við Bjarnheiði Erlendsdóttur sem er einn aðstandandi söfnunarinnar segir hún:

„Mér finnst það vera réttindamál fólks að fá að eiga val um að eiga dýr.“

Úrelt lög

Reglugerðir sveitafélaganna eru margar orðnar úreltar segir Bjarnheiður og útskýrir að til dæmis á Suðurnesjum er vísað er til laga og leyfisveitinga hjá sveitarfélögum sem heyra sögunni til. Margt hefur breyst á undanförum árum og viðhorf fólks sömuleiðis. Leyfisgjald er til dæmis greitt í Reykjavík sökum þess að aldagömul sjónarmið um hunda í þéttbýli bannar þá.

Bjarnheiður útskýrir að í núverandi lögum um dýrahald í fjöleignahúsum beinist leyfishaldið nær einvörðungu að hundum og köttum og skjóti skökku við að ekki þurfi leyfi til að vera með páfagauk eða önnur gæludýr.

„Tilveruréttur hunda- og/eða kattaeiganda er skertur og lýtur geðþótta nágranna hvort þeir megi búa heima hjá sér,“ bætir hún við. Hipurslaust myndu flestir sem eiga hund eða kött álíta dýrið meðlim af fjölskyldunni. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif á andlega líðan fólks sem heldur dýr.

- Auglýsing -

Frumvarpið

Síðastliðið vor var lagt fram frumvarp varðandi breytingar á lögum um dýrahald í fjöleignarhúsum. Þá söfnuðust 11 þúsund undirskriftir til stuðnings frumvarpsins. Málið dó út í höndum Velferðanefndar og vill teymið sem sendur að baki undirskriftarlistanum endurvekja frumvarpið og þrýsta þannig á með því að safna enn fleiri undirskriftum. Markmið teymisins samkvæmt Bjarnheiði er að náð 20 þúsund á listann, en tæp 11 þúsund hafa sýnt málstaðnum stuðning þegar fréttin er rituð.

„Þegar 20 þúsundum hefur verið náð, þá kemur annað markmið sem er 30 þúsund og koll af kolli,“ segir Bjarnheiður Erlendsdóttir að lokum.

- Auglýsing -

Undirskriftarlistinn

Á lendingarsíðu undirskriftalistans stendur:

„Síðasta vor var lagt fram frumvarp er varðar breytingu á núverandi lögum um fjölbýlishús er varða hunda og kattahald, það er að ekki þyrfti að fá samþykki ⅔ hluta nágranna varðandi það hvort einstaklingur mætti halda hund eða kött á heimili sínu en jafnframt að fólk með gilda ástæðu fengi að njóta vafans. Þá hófst undirskriftarsöfnun til stuðnings frumvarpinu, rúmlega 11.000 undirskriftir söfnuðust en því miður var málið látið deyja út í velferðarnefnd. Eins og staðan er núna er mörgum neitað um samþykki án þess að fyrir því liggi haldbær rök. Þessu þarf að breyta. Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif þess á fólk að halda hunda og ketti, meðal annars að líkamleg og andleg heilsa fólks sé bættari. Núverandi lög koma helst niður á efnaminna fólki sem hefur ekki val um annað en að búa í fjölbýli með sameiginlegum inngangi.Við förum því af stað aftur með nýjan undirskriftarlista sem verður opinn lengur. Við hvetjum alla sem skrifuðu undir síðast að gera það aftur og fá fleiri til.“

Hægt er að styðja málefnið og skrifa undir á ísland.is:

https://island.is/undirskriftalistar/6bd41431-fe85-444c-9114-61169bdf210f?fbclid=IwAR0WyKjLz2CgYYU7SNBYLO9ZTqZg9xykT-uvJ-clMw1DR1mJpmC3NVh2lxE

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -