Tinna nokkur er alls ekki sátt með þjónustu Elko eftir að hafa keypst sér ryksuguróbot í versluninni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fær hún hvorki viðgerðarþjónustu né nýtt tæki þó hið gamla virki ekki.
Róbotinn keypti Tinna að eigin sögn fyrir tveimur árum síðan en eftir að sá fyrsti bilaði fékk hún nýjan fyrir síðustu jól. Margsinnið hefur hún þurft að fara með tækið í viðgerð, sem er bagalegt þar sem hún býr ekki í höfuðborginni. Á ryksugan á að vera ábyrgð en búðin segir vandamálið liggja hjá Tinnu sjálfri. „Hún hætti að virka núna í sept og ég fór með hana, sýndi þeim að hún færi bara af stað í smástund og ekki meir, Mér var sagt að skilja hana eftir, þau ætluðu að skoða hana og hugsanlega gera við hana. Hún var hjá þeim í 4 vikur og svo var mér sagt að þeir hefðu ekki getað fundið neitt að henni nema að hún væri skítug og ég mætti alveg þrífa hana af og til, segir Tinna og bætir við:
„Ég óskaði eftir að fá bara nýja eða velja mér aðra týpu því ég nenni þessu ekki endalaust. Nei þá var það ekkij í boði. Núna er helvitið hætt að virka aftur og eina sem ég fæ er að ég þurfi að fara sömu leið, missa hana í 4 vikur og keyra með hana sérferð í Reykjavík til að skila henni á verkstæðið og láta gera við hana eða eitthvað. Er minn réttur ekki meiri en sá að ég þarf bara að gera þetta endalaust?“
Tinna fjallar um vandamálið í fjölmennu samfélagi á Facebook, Vertu á verði – eftirlit með verðlagi. Þar virðast margir kannast við vesen varðandi ryksuguróbótana og þjónustuleysi hjá Elko.