Ungur karlmaður var í dag dæmdur fyrir manndráp í Héraðsdómi Reykjaness og var hann dæmdur í tíu ára fangelsi en manndrápið átti sér stað á bílastæði Fjarðarkaupa í apríl. Tveir karlmenn fengu tveggja ára dóm og 17 ára stúlka fékk 12 mánaða skilorðsbundin dóm.
Samkvæmt heimildum Vísis kom upp ósætti milli manns og hópsins, sem hlaut dómana, vegna fíkniefnaneyslu á bar stutt frá bílastæðinu. Það ósætti endaði svo með því að þrír úr hópnum réðust á manninn og stungu hann en maðurinn lést svo af stungusárum sínum. Þinghald í málinu var lokað og gátu fjölmiðlar því ekki fylgst með því sem fram fór í réttarsalnum. Dómurinn hefur ekki verið birtur.
Fjallað verður nánar um málið þegar dómur hefur verið birtur.