Reykjavíkurborg hefur sent frá sér tilkynningu um áramótabrennurnar sem verð í ár og eru þær tíu talsins.
Í þetta sinn verða tvær stórar og átta litla brennur. Hægt er að lesa tilkynningu borgarinnar hér fyrir neðan. Veðurstofa Íslands spáir -1°C og fjórum metrum á sekúndu þegar brennurnar eiga að flestar að hefjast. Þá verður léttskýjað og þurrt.
„Nú er hlaðið í brennur eftir þeim reglum sem gilda um það sem má brenna – en það er aðeins ómálað timbur. Áramótabrennur eru alla jafna á tíu stöðum í Reykjavík.
Umsjón með þeim er ýmist á hendi borgarinnar eða félagasamtaka. Gott eftirlit og vöktun er með brennum og svo er slökkt í þeim tímalega um kvöldið.
Hvar verða brennur í Reykjavík?
Kveikt verður á áramótabrennum á gamlárskvöld.
- Við Ægisíðu, lítil brenna, kl. 20:30.
- Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 48-52, lítil brenna, tendrað kl. 21:00.
- Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna, kl. 20:30.
- Laugardalur, fyrir neðan Laugarásveg 18, lítil brenna, kl. 20:30.
- Geirsnef, á norðanverðu Geirsnefi, stór brenna, kl. 20:30.
- Við Jafnasel, lítil brenna, kl. 20:30.*
- Við Rauðavatn að norðanverðu, lítil brenna, kl. 20:30.
- Gufunes við Gufunesbæ, stór brenna, kl. 20:30.
- Við Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna, kl. 20:30.
- Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg, lítil brenna (tendrað kl. 15:00)
*Brenna sem hefur verið við Suðurfell fellur niður því þar er nú framkvæmdasvæði vegna gerðar Arnarnesvegar. Lítil brenna verður í staðinn við Jafnasel kl. 20:30 og verður brennutími ein klukkustund. “