Tíu íþróttamenn kom til greina sem Íþróttmaður ársins 2023. Í dag var opinberað hverjir koma til greina í kjörinu en það eru Samtök íþróttafréttamanna sem veita verðlaunin. Í ár koma sex konur og fjórir karlmenn til greina. Verður þetta í 68. skipti sem verðlaunin eru afhent. Líklegast þykir að Gísli Þorgeir eða Aron Sveinn muni vinna verðlaunin þetta árið og þá á Glódís Perla ágætis möguleika. Verðlaunin verða afhent 4. janúar 2024.
Hægt er að sjá listann hér fyrir neðan
Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR.
Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar.
Elvar Már Friðriksson, körfuknattleiksmaður hjá PAOK í Grikklandi.
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleiksmaður hjá Magdeburg í Þýskalandi.
Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona hjá Bayern München í Þýskalandi.
Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrnumaður hjá Burnley á Englandi.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sundkona hjá Aalborg Svömmeklub í Danmörku
Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingakona úr Breiðabliki.
Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrnukona hjá Wolfsburg í Þýskalandi.
Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikakona úr Gerplu.