Föstudagur 8. nóvember, 2024
6.1 C
Reykjavik

Tobba Marinós er nýr ritstjóri DV

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorbjörg Marinósdóttir hefur verið ráðin nýr ritstjóri DV. Þorbjörg er fjölmiðlafræðingur að mennt og með mastersgráðu í verkefnastjórnun. Hún hefur einnig skrifað fjölda bóka, stýrt sjónvarpsþáttum, starfað í útvarpi og á fjölmiðlum svo sem Séð og Heyrt, SkjáEinum þar sem hún sat í framkvæmdastjórn og Morgunblaðinu.

„Ég hlakka til að takast á við að ritstýra DV og dv.is. Netmiðillinn ásamt undirmiðlunum er einn sá fjölsóttasti hér á landi og nú tekur við að laga þar til í efnisvali og efnistökum. Við viljum að hann sé léttur og skemmtilegur miðill sem segi harðar féttir í bland en sé umfram allt með vönduð efnistök. DV hefur undanfarið verið gefið út í pappír á föstudögum og því verður haldið áfram. Þar eru mikil tækifæri, að gefa út fjölbreytt helgarblað með fréttum í bland við vandað afþreyingarefni,“ segir Tobba í tilkynningu frá Torg, eiganda DV og dv.is.

Hún segir að ritstjórnarstefna DV verði nú löguð að ritstjórnarstefnu Torgs, sem felur óhjákvæmilega í sér nokkrar breytingar. „Þegar við höfum hrundið breytingunum í framkvæmd er vonin sú að fólk muni sjá breytt blað og breyttan vef með ferskum áherslum. Virðing fyrir viðmælendum er mikilvæg og við munum leggja áherslu á það,“ segir hún.

Líkt og Mannlíf greindi frá í gær var fjölda starfsmanna DV sagt upp í gær. Þeir sem boðið var að halda áfram störfum hafa nú flutt sig niður á Hafnartorg þar sem Fréttablaðið, Hringbraut og nú DV eru til húsa.

Sjá einnig: Uppsagnir hjá DV – Nýr ritstjóri kynntur

Hlé verður nú gert á útgáfu DV í pappírsformi meðan unnið er að breytingum útlits og efnistaka og stefnt að útgáfu nýs og öflugra DV á allra næstunni. Ekkert hlé verður á starfsemi dv.is og undirvefja þess.

- Auglýsing -

„Við erum afskaplega lukkuleg með að fá Þorbjörgu til liðs okkur hjá við Torgi. Hún er með víðtæka reynslu úr heimi fjölmiðla og hefur verið kraftmikill stjórnandi í fyrri störfum. Þá er hún með skýra sýn varðandi hvernig fjölmiðil Torg hefur hug á að gefa út undir merkjum DV. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -