Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Tók slaginn“ og skrifaði bók um íslensk mannshvörf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bók um íslensk mannshvörf kemur út í nóvember.

 

Í byrjun nóvember kemur út bókin Saknað – íslensk mannshvörf eftir Bjarka Hólmgeir Halldórsson. Í bókinni er fjallað um mannshvörf á Íslandi og Íslendinga sem hafa horfið erlendis.

Áhugi Bjarka á mannshvörfum kviknaði þegar hann var aðeins 10 ára. Áhuginn hefur aukist með árunum og undanfarið hefur hann varið öllum frítíma sínum í rannsóknir, upplýsingaöflun og bókaskrif um íslensk mannshvörf, þ.e. fólk sem hefur horfið á Íslandi og íslendinga sem hafa horfið erlendis.

Bjarki byrjaði að vinna í bókinni árið 2017, þegar hann lenti í slysi og var óvinnufær um tíma. Þá stofnaði hann Facebook-síðuna Íslensk mannshvörf og vefsíðuna www.mannshvorf.is. „Í kjölfar fjölda áskoranna um að ráðast í gerð bókar var fátt annað að gera en taka slaginn,“ segir Bjarki í tilkynningu um bókaútgáfuna.

Það er bókaútgáfan Óðinsauga sem gefur bókina út.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -