Landhelgisgæslan birti krúttfærslu ársins á heimasíðu sinni í gær.
Á heimasíðu Landhelgisgæslunnar má oft sjá fréttir af afrekum Gæslunnar eða viðburðum sem hún tekur þátt í en í gær birtist öðruvísi færsla og verður að viðurkennast að hún er í krúttlegri kantinum.
Sex ára dóttir eins þyrluflugstjóra Gæslunnar stóð frammi fyrir erfiðu vali í gær, samkvæmt færslunni. Þannig var mál með vexti að bangsastund var í skóla dótturinnar í gær og þurfti hún að velja á milli bangsanna Manna og Lóu, um það hvort þeirra fengi að fara með henni í skólann en hún gat ekki með nokkru móti gert upp á milli þeirra.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2024/01/THorarinn-Ingi-Ingason-og-Loa-1024x768.jpg)
Ljósmynd: lhg.is
Að lokum fór svo að Manni fór með stúlkunni í skólann en Lóa með pabba hennar í þyrluna. „Lóa aðstoðaði við eftirlit um landið og miðin og fékk að fylgjast með ansi viðburðaríkum degi um borð í þyrlunni.“
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2024/01/Haukur-Hardarsson-flugmadur-Loa-og-THorarinn-Ingi-Ingason-flugstjori-768x1024.jpg)
Ljósmynd: lhg.is
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2024/01/Loa-og-Gaeslan2-1024x768.jpg)
Ljósmynd: lhg.is