- Auglýsing -
Tómas Ellert Tómasson, fyrrum bæjarfulltrúi Árborgar, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni.
Eins og fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarna daga sakar Tómas Ellert Tómasson, fyrrum bæjarfulltrúi Árborgar, Leó Árnason um að hafa reynt að múta Miðflokknum fyrir kosningar árið 2020. Leó Árnason er fjárfestir og eigandi fasteignafélagsins Sigtúns.
Sjá nánar: Leó sakaður um mútur
Nú hefur Tómas verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni vegna málsins.
„Það var hringt í mig áðan og ég var boðaður í skýrslutöku. Mér var sagt að þetta væri vegna mögulegs mútubrots,“ segir Tómas í samtali við Heimildina.