Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Tómas býður sig fram til forseta: „…og þigg ég alla þá aðstoð sem mér býðst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enn bætist við þá Íslendinga sem hafa tilkynnt forsetaframboð en Tómas Logi Hallgrímsson hefur gefið það út að hann muni bjóða sig fram.

Tómas tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Facebook seint í gær. Hann segist hafa ákveðið að bjóða sig eftir mikla ígrundun og fjölda áskorana. Þá segist hann á framboðssíðu sinni vera „venjulegur eiginmaður og pabbi,“ en hann er 37 ára gamall og hefur verið einn af kyndilberum björgunarsveita á Íslandi undanfarin ár.

Hægt er að lesa yfirlýsingu Tómasar hér fyrir neðan:

„Kæru landsmenn,

Eftir mikla ígrundun og fjölda áskoranna úr ýmsum áttum síðustu daga hef ég tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands. Það verður að segjast að ég átti alls ekki von á svona miklum stuðningi frá fólkinu í kringum mig, fjölskyldu, vinum og kunningjum. Nú mun fara í hönd áætlanavinna um það sem framundan er og þigg ég alla þá aðstoð sem mér býðst í hvaða formi sem það er.
Með kærri kveðju:

Tómas Logi Hallgrímsson“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -