Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Tómas Ellert hættur í Miðflokknum: „Hamingjusamur, glaður og frjáls“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tómas Ellert Tómasson hefur sagt sig úr Miðflokknum en hann var einn af stofnendum flokksins árið 2017.

Sunnlenska segir frá því að Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, hafi í morgun tilkynnt úrsögn sína úr Miðflokknum á Facebook.

„Á miðnætti varð ljóst að í fyrsta sinni geng ég nú óflokksbundinn til Alþingiskosninga. Hamingjusamur, glaður og frjáls,“ sagði Tómas Ellert í Facebookfærslu í morgun.

Hafði Tómas gefið kost á sér í oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar í lok nóvember. Dró hann framboðið til baka og í gærkvöldi kom í ljós að Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, verður í oddvitasæti listans.

„Ég vil bara þakka Miðflokknum og fólkinu sem þar starfar fyrir samfylgdina síðastliðin 7 ár og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði Tómas Ellert í samtali við sunnlenska.is.

Tóms bætir við: „Enginn veit sína ævi fyrr en öll er í þessum bransa. Ég er ekki hættur að starfa í pólitík, þetta er veira sem tók bólfestu í mér á barnsaldri og mér þykir harla ólíklegt að hún sé á förum í bráð.“

- Auglýsing -

Frá árinu 2018 til 2022 var Tómas Ellert bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg en hann hefur einnig gengt ýmsums trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Var hann meðal annars kosningastjóri á landsvísu í Alþingiskosningunum 2021. Þá átti hann sæti í málefnanefnd flokksins og var varaformaður kjördæmafélagsins í Suðurkjördæmi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -