Tómas Ellert Tómasson ver Ingu Sæland á Facebook og segist ekki hafa áhuga á að starfa í „einhverjum hálfvitaflokki“.
Tómas Ellert Tómasson fyrrverandi bæjarfulltrúi í Árborg, sem dró framboð sitt til baka fyrir Miðflokkinn í október á þessu ári, skrifaði færslu í morgun þar sem hann birtir athugasemd sem maður sem starfað hefur fyrir Miðflokkinn við vöfflugerð, skrifaði opinberlega. Athugasemdin hljómaði eftirfarandi: „Hvernig getur öryrki verið ráðherra? Með allri þeirri vinnu sem því fylgir.“ Á viðkomandi þá við Ingu Sæland, nýsettan félagsmálaráðherra en hún er lögblind.
Fyrrum Miðflokksmaðurinn segir að þessi athugasemd frá manni sem starfað hefur fyrir flokkinn styðji við fyrri yfirlýsingu hans um að hann vilji ekki starfa fyrir „hálfvitaflokk“:
„Svona athugasemdir dæma sig sjálfar. Þessi FB-færsla er frá manni sem að hefur séð um vöfflukaffið á skrifstofu Miðflokksins í Hamraborg í nokkur ár.
Færslan styður einmitt við það sem ég sagði við SWG sumarið 2022 og kemur fram í FB-færslu frá mér sl. föstudag að ég hefði ekki áhuga á því að starfa í e-um hálfvitaflokki.“
Segir Tómas frá því að hann hafi sjálfur greinst með MS-taugasjúkdóminn og hafi orðið óvinnufær á tímabili.
„Nú greindist ég sem dæmi með MS taugasjúkdóminn í byrjun árs 2010 og varð óvinnufær um nokkurra mánaða skeið af hans völdum. Þá þurfti ég að vera upp á örorkulaun kominn sem ég þurfti síðan að greiða að fullu til baka er ég fór aftur út á vinnumarkaðinn um mittt ár (já, þannig voru reglurnar þá). Ég var bara svo ljónheppinn að hafa verið búinn að klára háskólanám sem gefa af sér ágætis tekjur og gat greitt það allt til baka. Vegna afleiðinga sjúkdómsins að þá get ég ekki starfað sem iðnaðarmaður, togarasjómaður eða e-ð starf sem að líkamlegs atgervis þarf til að sinna. Ég nota heilann og lyklaborðið við mín störf og skila mínu til samfélagsins og vel það.“
Að lokum segir hann Ingu vera hetju í sínum augum: