Föstudagur 17. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Tómas er fótboltaverkfræðingur sem vill gott úrval: „Löngun samhliða þörf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tómas Joð Þorsteinsson er 34 ára gamall byggingarverkfræðingur. Hann starfar hjá Eykt ehf við uppbyggingu Nýja Landsspítalans og spilaði 141 leiki með Fylki í efstu deild í knattspyrnu. Tómas býr ásamt kærustu og tveimur börnum þeirra í Garðabæ. Hann er neytandi vikunnar.

Gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu?

Já ég geri oft verðsamanburð, sérstaklega við matarinnkaup heimilisins og ýmsa þjónustu sem þarf að nýta sér í daglegu lífi. Einnig snýst starfið mitt oft á tíðum  mikið um að gera verðsamanburð á vörum & þjónustu.  Að mínu mati snýst verðsamanburður þó ekki einungis að meta tvö hluti með tilliti til þess hvaða krónur þær kosta heldur þarf einnig að taka tillit til gæða hverrar vöru og þjónustu hverju sinni.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Sparnaðurinn liggur aðallega í að fara í magninnkaup á ýmsum vörum og mat sem tengjast heimilinu, sem sparar einnig tíma að þurfa ekki að fara oft í búðirnar.

Endurnýtir þú?

- Auglýsing -

Já við fjölskyldan reynum að endurnýta ýmsa hluti, til dæmis föt fyrir börnin. Það er hægt að gera mjög góð kaup hjá Barnaloppunni og einnig er oft hægt að spyrjast fyrir hjá stórfjölskyldunni eða vinum hvort einhver eigi t.d auka stígvél fyrir krakkana sem væri hægt að fá lánað í nokkra mánuði þangað til þau vaxa í næstu stærð.

Ertu með ráð til annarra?

Mín ráð væru að hugsa aðeins fram í tímann og skipuleggja matarinnkaupin nokkuð vel, einnig myndi ég mæla sterklega með að vera ekki að gera ekki mikið af spontant kaupum, frekar að staldra við í nokkra daga og hugsa hvort maður virkilega þurfi á þessum hlut að halda, ég hef sjálfur beitt þeirri aðferð þegar kemur að fata innkaupum, manni langar að sjálfsögðu í allt og ýmislegt en það þarf að vera genuine löngun samhliða þörf sem mér finnst réttlæta kaupin.

- Auglýsing -

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

Efst í huga við matarinnkaupum er að gefa fjölskyldunni að borða svo þau verði ekki svöng.  Innkaup á fatnaði þessa dagana felst aðallega í að hugsa um hvað börnunum vantar næst, þau stækka svo hratt á þessum aldri og þurfa talsverða endurnýjun á fötum. Gjafainnkaup ráðast aðallega af því að reyna finna gjöf sem einhverjum langar í og er nytsamlegt.

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

Mér finnst ég eiga erfiðast að sleppa takinu á að vera áskrifandi af ýmsum streymisveitum, vil oft eiga möguleikann á því að horfa á einhverja þætti/fótboltaleiki og vil hafa úrvalið.

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Já hún skiptir mig töluvert miklu máli. Mörg fyrirtæki hafa verið að gera vel í þessum málum, eins og t.d Te&Kaffi að skipta yfir í umhverfisvænni umbúðir. Mér finnst að neytendur þurfi almennt að bera ábyrgð á  hverju þeir velja og ættu frekar að velja umhverfisvænni kost.

Annað sem þú vilt taka fram?

Áfram Ísland! Takk fyrir mig.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -