Tómas situr við borð nr. 54 í þingsalnum en það eru breytingar í vændum því brátt verður dregið um sætin í þingsalnum.
„Þetta er besta sætið í húsinu. Ég hef svo gott útsýni yfir alla og svo ligg ég svo vel við því ég lendi í mynd hjá ykkur,“ segir Tómas.
Aðspurður hvort hann hafi þurft að vinna fram á nótt segist Tómas hafa þurft að undirbúa sig fyrir þingið í gærkvöldi, spá og spekúlera. „Maður þarf að vinna heimavinnuna,“ segir Tómas.
Þing tveimur mánuðum eftir alþingiskosningar
„Ég byrjaði á því að einbeita mér og lokaði þá augunum og svo á góðri stundu þá datt ég aðeins út,“ segir Tómas þegar Fréttastofa RÚV náði tali af honum í þinghléi.
Stóð ekki upp
Umræðuefnið á Alþingi er talning atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Þannig að þú missir ekki svefn yfir því?
„Nei, nei,“ svarar Tómas. „Ég sat 5 klukkustundir í stólnum og stóð ekki upp,“ segir Tómas og bætir við að bara hann og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, hafi setið kyrr allan tímann.
Tómast segist engu að síður vera mjög áhugasamur um þingstörfin og bíður fullur tilhlökkunar eftir að greidd verði atkvæði um tillögur um hvernig skuli bregðast við stöðunni í Norðvesturkjördæmi. Hann vill ekkert láta uppi um það hvernig hann hyggst greiða atkvæði.