Föstudagur 27. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Tómas um Ömmu Hófí: „Meiri fyndni óskast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þrátt fyrir að ýmislegt sé gott í Hófí er afraksturinn plagaður af því að sóa fínum möguleikum efniviðarins og góðri kemistríu aðalleikaranna. Það er mér hulin ráðgáta hvernig ekki tókst að gera eitthvað örlítið svalt úr glæpafarsa þar sem eldri borgari – í túlkun Eddu Björgvins – hefnir sín á kerfinu í kjölfar fjárhagsmissis vegna hrunsins,“ segir kvikmyndagagnrýnandinn Tómas Valgeirsson í dómi um kvikmyndina Ömmu Hófí á síðunni kvikmyndir.is.

„Atburðarásin setur mikið púður í langsóttar tilviljanir og brandaralausnir sem koma alveg úr lausu lofti. Edda og Laddi hjóla í sín hlutverk af eldmóði en samband þessara aðalpersóna er hið furðulegasta og er uppfullt af lausum endum í handritinu,“ heldur Tómas áfram og segir að lengi mætti telja feilsporin en fyrirgefanlegri væru þau ef ákveðinn vandi myndi ekki blasa við: meiri fyndni óskast.

Niðurstaða hans er að myndin sé „krúttlegur og lúinn elliskellur“ sem sé „nógu létt, sakleysisleg og ærslafull til að geta skemmt eldri borgurum, krökkum og fáeinum þar á milli, auk þeirra sem finnst einfaldlega bara gaman að sjá jólaskraut sem hreyfimynd. Í stuttu máli virkar Amma Hófí best á hópa sem eru í þeirri lúxusstöðu að eiga eftir að uppgötva alvöru gamanmyndir, eða þá sem hafa einfaldlega gleymt þeim.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -