Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Tómas vill stöðva Jón Ólafsson vatnskóng: „Hreint drykkjarvatn er okkar olía“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og náttúruunnandi segist vona að ekkert verði af sölu Jóns Ólafssonar á verksmiðju Icelandic Water Holding, úr landi. Segir hann þörf á innleiðingu á sérstakri vatnstilskipun, sem þekkist á hinum Norðurlöndunum.

Í nýrri færslu á Facebook, sem Tómas skrifar við frétt Morgunblaðsins um tafir á sölu á verksmiðju Iceland Water Holding í nágrenni Þorlákshafnar, segir læknirinn að salan sé „sorglegt dæmi um sofandahátt okkar Íslendinga og nýlenduhegðun.“ Þá segist Tómas vona að hin „vafasömu viðskipti“ tefjist um meira en viku og verði jafnvel aldrei. „Við Íslendingar höfum alltaf haldið að vatnið okkar sé gefins – og að það sé óþrjótandi. Það er öðru nær, en á komandi árum á hreint drykkjarvatn eftir að verða ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar og heimsins. Þetta hafa erlendir milljarðamæringar sem sótt hafa Ísland heim oft haft á orði.“

Því næst segir Tómas að það ætti ekki að vera hægt að selja vatn til erlendra auðmanna og nefnir Síle á tímum Pinocet, sem dæmi þar sem slíkt var gert með „skelfilegum afleiðingum.“ Spyr hann hvor Norðmenn myndu selja hluta af olíulindum sínum og svarar spurningunni sjálfur: „Aldrei, enda auðlindin í eigu þjóðarinnar og hagnaðinum komið í sameiginlega olíusjóð – öllum Norðmönnum til góða.“ Ennfremur segir læknirinn fótfrái að vatnið sé olía Íslands: „Hættum að verða nýlenda græðgisafla – sem munu pottþétt ásælast fleiri „læki“ á komandi misserum. Hreint drykkjarvatn er okkar olía – og sem betur fer mun grænni auðlind. Eða erum við eftir allt þriðjaheims ríki?“

Síðar í færslunni skýtur Tómas fast á Elliða Vignisson, bæjarstjóra Ölfuss: „Bæjarstjórinn í Ölfushreppi segir þetta bara sölu á „læk“ en ekki eru margir sem trúa því eða læka. Enda er hann tilbúinn að rifa niður fjallið Litla-Sandfell í nágrenni Þorlákshafnar og reisa verksmiðjur fyrir sementsframleiðslu í plássinu.“

Færslan er í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -