Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Töskurnar sem stolið var í Hamraborg fundnar – Búnar litasprengjum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búið er að finna töskurnar sem stolið var úr peningaflutningsbíl við Hamraborg í gærmorgun. Litasprengjur voru í töskunum.

Sjá einnig: Lögreglan leitar að tveimur þjófum sem stálu úr verðmætaflutningabíl

Samkvæmt frétt mbl.is eru töskurnar sjö sem stolið var úr peningaflutningabíl við Hamraborg í gærmorgun komnar í leitirnar en það var vegfarandi sem átti leið um Esjumela eftir hádegi í gær, sem gekk fram á töskur sem þjófarnir með sér eftir þjónaðinn.

Vegfarandinn fann fjórar töskur en í myndskeiði sem birtist á mbl.is sést að þjófarnir hafi sagað göt á töskurnar til að sækja peningana. Talið er að skúrkarnir hafi stolið um 20 til 30 milljónir króna.

Að sögn Heimis Ríkarðssonar, lög­reglu­full­trúa hjá lög­regl­unni í Kópa­vogi, sem ræddi við mbl.is eru töskurnar alls sjö en þrjár þeirra fundust í Mosfellsbæ en í tveimur af þessum sjö töskum voru enn peningar.

- Auglýsing -

Búnar litasprengjum

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Öryggismiðstöðinni voru litasprengjur í  töskunum sem springa ef reynt er að opna þær.

Öryggismiðstöðin var rétt í þessu að senda frá sér fréttatilkynningu en þar staðfestir fyrirtækið að innbrotið í verðmætaflutningsbifreið hafi verið gert í bifreið á vegum Öryggismiðstöðvarinnar.

- Auglýsing -

Hinar 20 til 30 milljónir króna sem stolnar voru úr bifreiðnni voru í sérhæfðum læstum verðmætatöskum sem búnar eru litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni. Þar segir einnig að öll verðmæti í flutningi fyrirtækisins séu tryggð gagnvart viðskiptavinum þess. „Megin áhersla í öryggisþjónustu er lögð á öryggi starfsmanna, þarna var starfsfólki ekki hætta búin þar sem um innbrot var að ræða en ekki rán,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir í fréttatilkynningunni að atvik sem þessi leiði alltaf til ítarlegrar skoðunar á verkferlum en Öryggismiðstöðin getur ekki veitt frekari upplýsingar þar sem málið er enn í rannsókn hjá lögreglunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -