Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Tröll frá Vestmannaeyjum hjóla í Eddu og saka um rasisma: „Líklegast börn sem sárnar umfjöllunin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Baráttukonan og hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak er líklegast er orðin vön því að eiga við tröll á internetinu, enda hafa þau fylgt henni um alllangt skeið. Óvenjumörg tröll virðast nú samt hjóla í hana á Twitter og virðast þau flest frá Vestmannaeyjum, í það minnsta virðast þau taka gagnrýni á bæjarfélagið persónulega. Ljóst er að mörgum Eyjamönnum finnst ekkert athugavert við það að skessa Þréttándagleðinnar hafi verið merkt henni, líkt og Mannlíf greindi frá um helgina.

Sjá einnig: Edda Falak var skessan: Rasískur og andfemíniskur Þrettándi í Vestmannaeyjum: „Láta börn taka þátt“

Skessumálið er þó ekki alveg búið því í dag bendir Edda á að skessan hennar líkist helst skrípamynd af manni frá Afríku, Svarta-Sambó eða Zwarte Piet frá Hollandi, svo dæmi sé tekið.

Önnur baráttukona Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir tekur undir með Eddu og segir: „Þetta er auðvitað bara ótrúlega rasískt skraumskæling sem á sér ógeðslega sögu. Ótrúlega týpískt að fólk hér í kommentunum fatti bara ekki tenginguna og láti eins og þetta sé bara eitthvað drama.“

Líkt og Ugla vísar í þá er nokkuð margir nafnlausir notendur sem túlka þetta sem árás á Vestmannaeyjar. „Hvað er að? Það er buið að gera grín af hverjum og rinasta með þessum tröllum og það má ekki einu sinni gera smá grín við þig án þess að það verður allt brjálað?,“ skrifar einn til dæmis.

- Auglýsing -

Annar reynir að snúa vörn í sókn og sakar Eddu sjálfa um rasisma. Sá dregur fram skjáskot af mynd sem Edda deildi á Facebook, að svo virðist árið 2016, af henni og vin hennar. Edda skrifar: „Me and my niggah“. Tröll telur þetta skák og mát og skrifar: „Getur sagt lítið.“

Ljóst er að eitthvað af þessum tröllum er undir lögaldri. Til dæmis sá sem skrifar: „HVAÐ VILLTU MEIRA EN AFSÖKUNARBEIÐNI?“ Sá lendir í rifrildi við Heiðu nokkra og sakar hana um að drulla yfir krakka. Tekur því persónulega og því líklega sjálfur barn.

- Auglýsing -

Fleiri taka eftir því að þessi tröll séu líklega flest börn frá Vestmannaeyjum, líkt og Gummi nokkur. Hann segir þó börnin hafa gott af því að þurfa að svara fyrir skoðanir sínar, eða að öllum líkindum skoðanir foreldra þeirra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -