Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Trýna komin í öruggt skjól: „Alveg búin að fá nóg af því að vera á flakki, greyið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tíkin Trýna sem hafði verið týnd síðan í fyrradag er fundin og á leið heim til sín. Sjálfboðaliði hjá samtökunum Dýrfinnu, sem stóðu að leitinni, segir móður og dætur hennar tvær hafa fundið tíkina og náð að lokka hana til sín.

Trýna er 11 ára gamall sveitahundur sem týndist í Grafarholti, í umhverfi sem hún þekkir ekki. Hún fældist og varð fyrir bíl, og því var óttast að hún gæti verið slösuð. Í fyrri frétt Mannlífs var því komið á framfæri að Dýrfinna óskaði eftir sjálfboðaliðum í leitina en sem betur fer gerist þess ekki þörf lengur.

Þær Rut Hermannsdóttir, Emilía Rós Ómarsdóttir og Indíana Rós Ómarsdóttir voru á gangi með Schäfer-tíkina Lunu, þegar þær sáu tilkynningu á leitarspjalli Dýrfinnu um að tveir aðilar hafi séð Trýnu nálægt þeim stað sem þær voru staddar á.

„Þær sneru þá við og sáu tíkina,“ segir Anna Margrét, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu í samtali við blaðamann Mannlífs. „Þær fanga athygli hennar og prófa að kalla: „Trýna, nammi!“ og þá kemur hún trítlandi til þeirra, tilbúin til að fara heim. Alveg búin að fá nóg af því að vera á flakki, greyið.“

Trýna með bjargvættum sínum.

Anna Margrét segir Trýnu virðast hafa verið búna að gefast upp. „Stundum endar þetta svona, að hundurinn einhvern veginn bara ákveður að koma. Þá er hann búinn að komast yfir áfallið af því að vera týndur eða lenda fyrir bíl, eða hvað það er sem gerist. Við mælum almennt með að kalla ekki á þá, en þær fönguðu athygli hennar með því að prófa að segja „nammi“ og stundum virkar það. En daginn áður hafði hún hlaupið í burtu frá þeim sem kölluðu. Ég er alveg rosalega ánægð með að þetta virkaði,“ segir hún.

Eigandi Trýnu hafði sjálfur ekki heilsu í leitina og varð því að treysta á aðstoð Dýrfinnu og annarra sjálfboðaliða. Dýrfinna eru fremur ný samtök sem aðstoða fólk við leit að týndum gæludýrum. Þegar hafa samtökin orðið til þess að fjölmörg dýr hafa komist aftur heim í faðm eigenda sinna.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -