- Auglýsing -
Um sextíu manns sem hlýddu ekki fyrirmælum lögreglu og björgunarsveita eru talin hafa verið í mikilli hættu. Hóprurinn gekk á hrygg sem var við það að lokast vegna hraunflæðis. Lögreglu og björgunarvseitafólki gekk illa að ná fólkinu til baka en hraun rann sitthvorumegin við hrygginn og hefði fólkið því auðveldlega getað lokast inni. Björgunaraðilar notuðust við gjallarhorn og dróna til þess að koma skilaboðum til ferðamannana og að lokum hafðist það.
Gönguleiðum að gosinu verður lokað klukkan sex í kvöld.