Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Tugum sagt upp í Hafnarfirði: „Umtalsverðar sviptingar hafa verið í sjávarútvegi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tugum einstaklinga var sagt upp eftir að Brim ákvað að loka fiskvinnslu Kambs ehf.

31 starfsmönnum var sagt upp störfum hjá fiskvinnslu Kambs í Hafnarfirði og er áætlað að fiskvinnslunni verði hætt í síðasta lagi í lok október en þetta kemur fram í tilkynningu frá Brimi á heimasíðu félagsins. Fyrirtækið mun leitast við að finna starfsmönnum sem sagt verður upp önnur störf í fiskvinnslu Brims í Reykjavík eða önnur álíka störf innan fyrirtæksins. Brim hagnaðist um rúma 11 milljarða árið 2022.

Hægt er að lesa alla tilkynningu Brims hér fyrir neðan

„Áformað er að sameina botnfiskvinnslu Fiskvinnslunnar Kambs ehf. í Hafnarfirði við botnfiskvinnslu Brims hf. í Norðurgarði í Reykjavík. Áætlað er að hætta fiskvinnslu í Hafnarfirði í síðasta lagi 30. október nk. og verður því flestum eða 31 starfsmanni Fiskvinnslunnar Kambs sagt upp störfum með samningsbundnum fyrirvara, frá og með 27. júlí.

Haft var samráð við fulltrúa stéttarfélaga starfsmanna í aðdraganda þessa og leitast verður við að finna starfsmönnum sambærileg störf í fiskvinnslu Brims í Norðurgarði í Reykjavík eða önnur störf innan samstæðu Brims á næstu vikum og þeim veitt ráðgjöf og aðstoð við atvinnuleit.

Umtalsverðar sviptingar hafa verið í sjávarútvegi og á alþjóðamörkuðum frá því Brim festi kaup á Fiskvinnslunni Kambi í október 2019. Heildar aflaheimildir í þorski á Íslandsmiðum hafa verið skertar um 23,5%, samkeppnisstaða við erlendar fiskvinnslur um kaup á hráefni/fiski til vinnslu á innlendum fiskmörkuðum hefur verið erfið, verðið hefur verið hátt og afkoman af vinnslu á því hráefni því engin auk þessa hafa orðið miklar kostnaðarhækkanir, bæði innanlands og erlendis, sem hafa haft áhrif á reksturinn.

- Auglýsing -

Með þessum aðgerðum er verið að bregðast við breyttum rekstraraðstæðum, styrkja botnfiskvinnslu Brims og þannig styðja við rekstur félagsins til lengri tíma.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -