Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Tulipop afhenti Rauða krossinum 25 skólasett fyrir börn flóttafólks á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop hópfjármagnaði nýju Tulipop bókina sína á vefsíðunni Kickstarter nýverið, en sú herferð gekk vonum framar.

 

Í herferðinni var hægt að styrkja útgáfu bókarinnar með því að velja kaup á svokölluðu „Góðgerðarsetti“ en fyrir hvert slíkt sett sem keypt var skuldbatt Tulipop sig til að gefa einu barni skólatösku og skólavörur í samstarfi við flóttamannaverkefni Rauða krossins á Íslandi. Í dag afhenti Tulipop 25 „skólasett“ til Rauða krossins og innifalið í hverju setti var skólataska, pennaveski, brúsi og nestisbox. Skólasettin munu fara í hendur 25 barna sem hefja skólagöngu hér á Íslandi í vor.

Leiðsögumenn verða vinir þeirra nýkomnu

Leiðsögumenn flóttafólks eru sjálfboðaliðar sem kynnast og aðstoða nýkomna einstaklinga eða fjölskyldu sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi. Allir sem fengið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi er boðið að taka þátt í þessu verkefni.

Leiðsögumenn verða vinir þeirra nýkomnu, svara spurningum um lífið á Íslandi, æfa íslensku eða ensku, tala um íslenska menningu og/eða aðstoða við praktísk úrlausnarefni eins og atvinnuleit, skólaumsóknir og þýðingar bréfa sem berast á íslensku.

Markmið verkefnisins er sameiginleg aðlögun. Sjálfboðaliðarnir styðja fólks til sjálfstæðis í nýju landi með því að aðstoða þau við að nýta hæfileika sína og þau tækifæri sem eru fyrir hendi til að farnast vel á Íslandi. Þátttakendur eignast nýja vini, styrkja félagsnet sitt, öðlast nýja innsýn inn í íslenskt kerfi og læra um menningu, tungumál og hefðir hvers annars.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -