Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Túlkur Navalny býr á Íslandi: „Hann var fullur af lífi og orku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Úkraínsk kona sem býr á Íslandi, túlkaði fyrir Alexei Navalny í Póllandi. Hún segist sjokkeruð yfir dauða hans.

Mannlíf ræddi við þau Andrei Menshenin, Rússa sem flutt til Íslands fyrir nokkru, og Anastasiiu Bortuali, frá Úkraínu, sem flutti hingað til lands þegar Rússland hóf innrás sína í land hennar. Umræðuefnið var Alexei Navalny og hvað dauði hans þýddi fyrir þeim.

Von um betra Rússland

Byrjum á Andrei Menshenin. Hann segist ekki hafa verið aðdáandi Navalny en að hann hafi verið hugrakkur og fyrirmynd yngra fólks í Rússlandi „Ég var ekki mikill aðdáandi Navalny. Undir venjulegum kringumstæðum væri hann líklega ekki frambjóðandi minn sem forseti Rússlands, til dæmis. Hins vegar hefur pólitískt ástand í Rússlandi ekki verið eðlilegt síðustu 25 árin. Það eru engar frjálsar kosningar, allir frambjóðendur þurfa að vera samþykktir af Putin til að taka þátt í kosningunum, aðrir eru teknir niður. Í slíku umhverfi var Navalny eins og jarðýta, sem gekk á móti allri kúgandi ríkisvélinni, alltaf með sitt aulabros og sína gífurlegu kaldhæðni. Hann var 47 ára gamall. Í augum nokkurra kynslóða Rússa, aðallega þá sem eru á sama aldri og hann og yngri, var Navalny skylmingakappi sem barðist við Golíat. Og Golíat hér er ekki Putin, sem er í raun frekar veikburða án allrar öryggisþjónustu sinnar, og einhver sem aldrei tekur þátt í neinum rökræðum. Golíat hér er allt ríkiskerfið með hundruðum þúsundum starfsmanna kúgunarvélarinnar: allt frá lögreglumönnum, sem geta handtekið fólk á götum úti fyrir ekkert til að pynta og nauðga því síðar á lögreglustöðvum, til dómara, sem eru svo fáfróðir um mál sem koma á þeirra borð að stundum gera þeir jafnvel mistök í skráningu á nöfnum handtekinna manna.“

Andrei Menshenin
Ljósmynd: Facebook

Andrei segir að lokum í samtali við Mannlíf að Navalny hafi verið von fyrir breyttu Rússlandi.

„Navalny var von um að Rússland gæti verið öðruvísi. Hann kallaði stöðugt fram bestu hliðar Rússa, skynsemi þeirra, sem er andstætt því sem rússnesk stjórnvöld og Putin gera. Vegna þessa var Navalny svo mikið studdur af milljónum í Rússlandi og var svo hataður af Putin.“

- Auglýsing -

Túlkaði fyrir Navalny

Anastasiia Bortuali er úkraínsk kona sem hingað kom sem flóttamaður undan innrás Putins í Úkraínu. Árið 2019 varð hún þess heiðurs aðnjótandi að túlka ræðu Alexei Navalny er hann var gestafyrirlesari á spjallborði Borisar Nemtsov í Póllandi. Hún ber hann vel söguna.

„Ég hitti Alexei Navalny árið 2019. Hann var gestafyrirlesari á Boris Nemtsov spjallborðinu. Boris Nemtsov, var annars einnig myrtur af Pútín nálægt Kreml og gerendunum er enn ekki verið refsað. Og margir af meðlimum þessa vettvangs [Boris Nemtsov spjallborðið] eru líka annað hvort í fangelsi eða hafa verið myrtir. Nafn og mynd Alexei Navalny var þegar goðsagnakennd fyrir mér árið 2019, þegar Putin var bara að hita upp fyrir kúgun sína. Það var algjört gæfuspor að þýða texta hans. Til að hlusta á ræður hans. Hann var yndislegur ræðumaður, hann var fullur af lífi og orku.“

- Auglýsing -
Navalny og Anastasiia
Ljósmynd: Aðsend

Anastasiia segir að þó að hægt sé að vera ósammála Navalny í sumu, hafi hann fyrst og fremst verið manneskja af holdi og blóði.

„Það var hægt að vera sammála honum eða ekki, en aðalatriðið er að ég hafði tíma til að skilja – hann var maður, bara alvöru maður, manneskja, hann átti konu, börn, hann hafði veikleika og styrkleika. Hann gat hlegið, grínast, hann gat verið sár. Hann faldi sig ekki í neðarjarðarbyrgi (sögursagnir ganga í Úkraínu um að Putin feli sig í neðanjarðarbyrgi). Þessi mannúð og einfaldleiki og ljómandi greind snerti mig alltaf, ég vildi horfa á Alexey, ég vildi fylgja honum og viðhalda honum.“

Þá segir Anastasiia að Navalny hafi verið sannur Rússi sem elskaði landið sitt.

„Eftir að eitrað var fyrir honum, sneri hann aftur til Rússlands vegna þess að hann gat ekki leyft fólki að safnast saman til að berjast gegn stjórninni og hætta lífi og frelsi þegar hann væri sjálfur ekki í Rússlandi. Ég held að það hafi verið mikilvægt skilyrði fyrir hann að taka þátt í þessari baráttu og þeim örlögum sem kynnu að falla á andófsmenn. Ég veit það fyrir víst – Hann elskaði Rússland mjög mikið og var sannur borgari fyrir land sitt.“

Anastasiia, sem sjálf er að gera heimildarmynd um flóttafólk á Íslandi, þá sérstakelga þá sem búa á Ásbrú, vill mæla með heimildarmynd um Navalny. „Mig langar til að mæla með mynd eftir uppáhalds leikstjórann minn Alexander Rastorguev fyrir lesendur þína, The Term. Þessi mynd mun gefa betri skilning á því hver Alexei Navalny var.“

Að lokum segir Anastasiia að dauði Navalny hafi verið henni mikið áfall.

„Dauði Alexei er áfall fyrir mig. Og það er áminning fyrir allan heiminn hvaða blóðþyrsta prinsipplausa óvin land mitt Úkraína berst við núna. Ég vona að allur heimurinn geti sameinast í þessari baráttu gegn hinu illa.“

Hér fyrir neðan má sjá stiklu fyrir myndina The Term:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -