Lögfræðingurinn Katrín Oddsdóttir skrifaði færslu í gær á Facebook sem vakti athygli en þar viðrar hún tvær hugmyndir í tilefni stjórnarslita ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. Fyrri hugmyndin snýr að stjórnarskrármálinu margumtalaða.
„1. Stjórnarskrármálið er búið að vera fast í Alþingi í meira en áratug. Nú gefst öllum flokkum tækifæri til að standa saman og breyta því HVERNIG stjórnarskránni er breytt fyrir kosningar og koma þjóðinni að borðinu þar. Þannig væri hægt að virkja þá staðreynd að þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Þetta myndi taka þetta gríðarmikilvæga mál úr þeim ömurlegu hjólförum sem það er í. Staða sem lýsir vanvirðingu Alþingis á niðurstöðum lýðræðislegrar þjóðaratkvæðagreiðslu.“
Seinni hugmyndin varðar sjókvíaeldi sem mikið hefur verið í umræðunni undanfarin ár en Katrín er mikill andstæðingur þess háttar starfsemi, eins og svo margir aðrir. Hér má lesa hugmynd Katrínar í heild sinni:
Og hér má sjá ljósmyndina af sundsjósleggjunum: