Tvær rútur hafi rekist saman með á fimmta tug farþega innanborðs við Hellu fyrir stundu. Hópslysaáætlun hefur nú verið virkjuð vegna slyssins.
Verið er að gera þyrlu Landhelgisgæslunnar tilbúna ef þörf krefur og viðbragðsaðilar eru á leið á vettvang slyssins. Óljóst er um slys á fólki samkvæmt Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, sem ræddi við RÚV.
Viðbragðaðilar eru á leið á vettvang og þyrla Landhelgisgæslunnar gerð reiðubúin ef þörf krefur. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er óljóst með slys á fólki að svo stöddu.
Uppfært:
Slysið varð á Suðurlandsvegi við Hellu, á gatnamótum við Gaddstaðaflatir. Hópslyaáætlun var virkjun en slys á fólki virðist vera minniháttar. Suðurlandsvegur er lokaður á meðan unnið er á vettvangi og umferð stýrt um hjáleið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar á Suðurlandi.