- Auglýsing -
Tveir einstaklingar voru fluttir með á slysadeild með sjúkrabíl eftir árekstur tveggja bifreiða við gatnamót Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar fyrr í dag en Vísir greindi frá.
Tildrög slyssins eru óljós samkvæmt Steinþóri Darra Þorsteinssyni, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, en talið er að önnur bifreiðin hafi beygt fyrir hina.
Einstaklingarnir sem voru fluttir á sjúkrahús hlutu þó minni háttar áverka. Einn dælubíll var einnig kallaður á vettvang til að aðstoða með hreinsun og önnur verkefni.