- Auglýsing -
Í morgun voru tveir fluttir á slysadeild Landspítalans eftir að eldur kom upp í herbergi á meðferðarheimilinu Stuðlum stuttu fyrir sjö í morgun.
RÚV hefur eftir varðstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins að eldurinn hafi verið slökktur og að unnið sé að því að klára reykræstingu. Segir hann að útkallið hafi borist slökkviliðinu klukkan 06:42 og að slökkvistarfið hafi gengið vel þó talsverður reykur hafi myndast. Ekki eru tildrög eldsins kunn að svo stöddu. Þá liggur líðan þeirra sem fluttir voru á sjúkrahús ekki fyrir.