Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Tveir handteknir eftir hnífaárás í Gravarvogi í nótt – Þolandi hlaut lífshættulega áverka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hnífaárás var gerð í Grafarvogi í nótt en tveir voru handteknir vegna málsins.

Um klukkan þrjú síðastliðna nótt barst lögreglu tilkynning um líkamsárás í Grafarvogi þar sem hnífi hafði verið beitt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan fór strax á vettvang og hafði talsverðan viðbúnað vegna málsins. Tveir aðilar voru handteknir og hafa þeir verið yfirheyrðir í dag. Þolandi árásarinnar var með lífshættulega stunguáverka á líkama og var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans.

Samkvæmt lögreglu eru málsaðilar á þrítugs- og fertugsaldri.

Ekki veitir lögreglan frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -