Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Tveir handteknir fyrir stórfellda líkamsárás – Bitu eyra af manni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan sat ekki auðum höndum í gærkvöldi og í nótt, frekar en fyrri daginn, samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Nokkuð var um tilkynningar um slagsmál í miðborginni en tveir aðilar voru handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás þar sem eyra var bitið af manni.

Einstaklingur sem olli umferðaslysi stakk af vettvangi, ekki kom fram í dagbókinni hvort lögreglan hafi fundið manneskjuna. Töluvart var um hávaðatilkynningar og tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi í miðborginni. Þá var hjólaþjófur nappaður af lögreglunni.

Lögreglan sem sér um Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes hafði afskipti af ökumanni sem keyrði um á nagladekkjum og það án réttinda.

Einn ökumaður keyrði á aðra bifreið og var handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Þá handtók lögreglan tvo aðila fyrir meiriháttar líkamsárás en þeim var sleppt rétt undir morgun.

- Auglýsing -

Lögreglan hafði einnig afskipti af leigubifreið sem var með forgangsakstursljós í rúðunni.

Lögreglan sem sér um Kópavog og Breiðholt hafði afskipti af tveimur ökumönnum á vörubifreiðum sem ekki gátu framvísað ökuskirteini og voru þar að auki án aukinna réttinda og notuðu ekki ökumannskort.

Ölvunarpóstur var settur upp í Smárahverfi í Kópavogi þar sem 80 ökumenn voru stoppaðir en átta ökumenn voru handteknir, grunaðir um ölvunarakstur.

- Auglýsing -

Í Vatnsendahverfi í Kópavogi barst tilkynning um rafskútuslys en engar frekari upplýsingar fylgdu dagbókinni.

Í Grafarholtinu barst lögreglu tilkynning um einstaklinga sem voru að reykja kannabis. Í sama hverfi var einnig tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi sem var að reyna að fara í bíla.

Í hverfi 108 var tilkynnt um innbrot.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -