Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Búðaþjófar dæmdir í samtals átján mánaða fangelsi- Báðir áður fengið dóma fyrir sambærileg brot

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir menn voru dæmdir í samtals átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir þjófnað. Mennirnir eru sekir um að ræna vörum úr verslunum frá því í ágúst fram í október í fyrra. Samanlagt verðmæti ránsfengsins var yfir tveimur milljónum króna.

Annar mannana var ákærður fyrir þjófnað á vörum að verðmæti 513 þúsund króna en hinn fyrir þjófnað á vörum að verðmæti 112 þúsund króna. Saman voru þeir ákærðir fyrir rán á vörum sem metnar eru á tæplega eina og hálfa milljón. Brotin voru þónokkur.

Mennirnir hafa báðir verið áður dæmdir fyrir þjófnað. Öðrum þeirra var gert að greiða 40 þúsund króna sekt árið 2021. Hann fékk tvisvar sinnum fangelsisdóm í fyrra. Fyrst fimm mánuði en síðan tólf mánuði. Hinn maðurinn fékk þriggja mánaða fangelsisdóm árið 2022 og síðar 12 mánaða fangelsisdóm. Í bæði skiptin var hann dæmdur sekur um þjófnað.

Mennirnir játuðu brot sín og verður öðrum þeirra gert að sæta fangelsi í tíu mánuði en hinum í átta mánuði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -