Í gærkvöldi var lögreglu tilkynnt um rán þar sem vespu hafi verið stolið af 14 ára pilti við Víkingsheimilið en drengnum var hótað með eggvopni.
Vespan sem um ræðir er svört að lit, sem pilturinn fékk nýverið í fermingargjöf. Drengirnir tveir sem grunaðir eru um ránið var lýst á þann veg að þeir væri 16 til 17 ára gamlir, sirka 178 sentimetrar á hæð. Þeir hafi verið svartklæddir í primaloft úlpum og talað ensku. Þeir hafi báðir haft stutt hár og svartar augabrúnir. Drengirnir voru á blárri Tango F1 vespu, þegar þeir komu að.
Lögreglan biður alla sem kunna að hafa upplýsingar um piltana eða aðrar upplýsingar sem gætu aðstoðað við rannsókn málsins að senda þær á [email protected]