- Auglýsing -
Alvarleg hnífaárás var gerð á Kjalarnesi í nótt og var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð út vegna hennar.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem fréttastofa RÚV hefur fengið, var ráðist að þremur einstaklingum sem allir voru fluttir á sjúkrahús.
Tveir brotaþolanna særðust alvarlega en annar þeirra hlaut lífshættulega áverka, samkvæmt lögreglu.
Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi árásarinnar en alls voru þrír vistaðir í fangaklefa vegna málsins. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna árásarinnar.