Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Tveir skemmtistaðir með of unga viðskiptavini – Tilkynnt um spyrnu í anda Fast and the furious

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikið var um ölvunarakstur í nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá voru tveir skemmtistaðir ávíttir fyrir að leyfa fólki undir áfengisaldri að vera inni á stöðunum.

Aðili var til ama og óþurftar í og við fyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur. Var honum gefið tækifæri á að láta af hegðun sinni en hann lét sér ekki segjast. Var hann því hantekinn en reyndist hann þá vera með fíkniefni á sér. Var aðilinn vistaður í fangaklefa.

Tilkynning barst um spyrnu og bifreiðahitting, líkt og sjá má í unglingamyndum níunda áratugarins, nú eða í Fast and the Furious myndunum. Þegar lögreglu bar að garði var ekkert í gangi.

Við vínhúsaeftirlit reyndist einn skemmtistaður hafa fjóra dyraverði án tilskilinna réttinda. Einnig fundust ungmenni undir tvítugu inni á staðnum. Rætt við ábyrgðarmann rekstrar og honum kynnt að lögregluskýrsla yrði rituð um málið.

Þá var tilkynnt um slagsmál fyrir utan bar. Var búið að leysa málið þegar lögreglan mætti á vettvanginn. Á sama stað voru þrjú ungmenni undir 18 ára aldri. Skýrsla var rituð um þann hluta málsins.

Tilkynning barst um aðila sem svaf ölvunarsvefni á hóteli við brotna rúðu. Eftir að aðilinn gaf lögreglu upplýsingar var honum sleppt.

- Auglýsing -

Líkamsárás var tilkynnt í miðbænum og hafði lögreglan uppi á gerendunum þar sem einn hljóp frá lögreglu. Voru þeir teknir höndum og fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem einn var vistaður í klefa en tveimur sleppt að lokinni upplýsingatöku.

Þá voru lögreglumenn stöðvaðir af borgurum við eftirlit þar sem þeir tilkynntu líkamsárás. Árásaraðilinn var hantekinn og vistaður í klefa. Málið er nú rannsakað.

Úr Kópavoginum barst tilkynning um átök þar sem hugsanlega væri aðili með vopn á vettvangi. Árásaraðilarnir voru farnir er lögreglan mætti á vettvang en fundust þeir stuttu síðar. Voru þeir vistaðir í fangaklefa vegna málsins, sem nú er rannsakað.

- Auglýsing -

Lögreglan á öllum stöðvum stöðvuðu á einhverjum tímapunkti ökumenn sem reyndust undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá voru nokkrir ökumenn án réttinda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -