Föstudagur 27. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Tvímenningarnir sýknaðir í hryðjuverkamálinu – Dæmdir sekir um vopnalagabrot

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sindri Snær Birgisson var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur, fyrir tilraun til hryðjuverka. Ísidór Nathansson var sýknaður fyrir aðild í tilraun til hryðjuverka. Báðir voru dæmdir sekir fyrir vopnalagabrot.

RÚV segir frá því að þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson hafi í dag verið sýknaðir í hryðjuverkamálinu svokallaða en Sindri Snær hlaut tveggja ára dóm fyrir vopnalagabrot að frádregnum þeim tíma sem hann hefur setið í gæsluvarðhaldi en Ísidór hlaut 18 mánaða dóm fyrir sama brot.

Sindri Snær er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka og Ísidór fyrir hlutdeild í tilraun Sindra Snæs til hryðjuverka. Báðir eru þeir einnig ákærðir fyrir vopnalagabrot. Er um að ræða fyrsta mál sinnar tegundar hér á landi, þar sem einstaklingar eru ákærðir fyrir hryðjuverk.

Þeir félagar neituðu báðir sök er aðalmeðferð í málinu fór fram í febrúar en þeir voru handteknir fyrir rúmlega 500 dögum í viðamiklum aðgerðum ríkislögreglustjóra. Voru þeir sagðir vopnaðir og mjög hættulegir. Orðaði yfirlögregluþjónn á blaðamannafundi á sínum tíma, það svo að samfélagið væri öruggara eftir handtöku þeirra.

Eftir að geðlæknir komst að þeirri niðurstöðu að af þeim stafaði engin hætta, var þeim sleppt en þá höfðu þeir verið í haldi í þrjá mánuði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -