- Auglýsing -
Tvítugur maður sem féll í Fnjóská fannst látinn rétt fyrir hádegi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar er sagt frá því að hann hafi fundist norðvestan við Ártún í Grýtubakkahreppi og að leitarhópar hafi verið afturkallaðir. Um 200 hafa tekið þátt í leitinni og voru aðstæður erfiðar. Maðurinn féll í Fnjóská úr gili skammt frá Pálsgerði en hann var þar með þremur vinum sínum og stóð leitin yfir frá klukkan 18:30 í gær.
Rannsókn málsins er í höndum lögreglu.