Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Tvö mannskæð flugslys Ernis mörkuðu Hörð til frambúðar: „Það var engin áfallahjálp eða neitt slíkt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjasti gestur Mannlífsins er Hörður Guðmundsson flugstjóri en hann hefur átt ótrúlegan feril sem flugmaður.

Í viðtalinu segir hann meðal annars frá því sem reyndist honum hvað erfiðast á ferlinum en á aðeins níu mánuðum urðu tvö mannskæð flugslys hjá flugfélagi hans, Erni.

Hið fyrra var flugslysið í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi þann 5. apríl 1986. Í því slysi létust fimm, þar á meðal 11 mánaða gamalt stúlkubarn en tveir lifðu af. Seinna slysið varð er flugvél Ernis lenti í sjónum út af Arnarnesi í minni Skutulsfjarðar í Ísafjarðardjúpi þann 11. janúar 1987 en flugmaðurinn, sem var einn um borð lést í slysinu.

„Það voru mikil átök. Rosaleg átök persónulega fyrir okkur og fjölskylduna því við fylgdum þessu náttúrulega eins og við gátum alla leið. Og það má kannski segja að þessi tvö slys mörkuðu menn náttúrlega svolítið og fara mönnum aldrei úr minni þó svo að maður lifi með því. En við tókum bara á þessu, það var engin áfallahjálp eða neitt slíkt. Þetta er eitt af því að, ef það brýtur þig ekki, þá kannski styrkir það þig. En þetta er eitthvað sem Vestfirðingar þekkja mjög vel. Um það leiti sem við erum að byrja fyrir vestan eru bátar að farast úti á Ísasfjarðadjúpi og út um alla Vestfirði á hverjum einasta vetri. Rækjubátarnir hver á fætur öðrum og það var nánast ekki einasta fjölskylda á Vestfjörðum sem ekki var búin að reyna þetta á eigin skinni.“

Þáttinn má sjá í heild sinni hér, á efnisveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -