Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Týndum börnum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu – Heimilisofbeldi eykst milli mánaða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tilkynningar um týnd börn og ungmenni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri síðan 2018. Heimilisofbeldi eykst milli mánaða.

Samkvæmt mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir október 2023, bárust alls 790 tilkynningar um hegningarlagabrot í október. Þá fjölgaði tilkynningum um þjófnaði á milli mánaða  sem og tilkynningum um innbrot. Oftast var um að ræða innbrot í fyrirtæki og/eða stofnanir.

Alls bárust 133 tilkynningar um ofbeldisbrot í október en tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði úr 45 í september og upp í 72 í október. Þrátt fyrir það hafa, það sem er af er ári, tilkynningum um heimilisofbeldi fækkað um átta prósent, samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan. Átt tilvik voru skráð þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi.

Fram kemur einnig í skýrslunni að alls hafi borist 43 tilkynningar um kynferðisofbeldi í októbermánuði á höfuðborgarsvæðinu en 19 þeirra voru vegna brota sem framin voru í október.

Þá bárus alls 37 beiðnir um leit að börnum og ungmennum í október. Ekki hafa borist jafn margar beiðnir um leit að börnum og ungmennum síðan í mars 2018. Það sem af er ári hafa borist um 17 prósent fleiri leitarbeiðnir en bárust að meðaltali á sama tímabili síðasliðin þrjú ár á undan.

Aukreitis fjölgaði skráðum fíkniefnabroum á milli mánaða og voru skráð þrjú stórfelld fíkniefnabrot í október. Heilt yfir hafa þó verið skráð um 27 prósent færri fíkniefnabrot á höfuðborgarsvæðinu en skráð voru að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár á undan. Töluvert fleiri voru nappaðir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, í október en í september, á meðan tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur, fækkaði.

- Auglýsing -

Að lokum var 734 umferðalagaro skráð í október, að hraðmyndavélum undanskildum, á höfuðborgarsvæðinu. Sjö prósent færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu hafa verið skráð en hafa verið skráð að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -