Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Uggur í skólastjórnendum Húnaþings vestra – Sendu tölvupóst á starfsfólk í kjölfar fréttar Mannlífs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsmenn grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga fengu tölvupóst frá skólastjóranum eftir frétt Mannlífs af ólgu í bænum, þar sem þeir voru minntir á þagnaskyldu.

Mannlíf sagði frá því á dögunum að mikil ólga sé á Hvammstanga vegna yfirgangs og slæmrar meðferðar starfsmanna Húnaþings vestra gagnvart starfsmönnum bæjarins. Í fréttinni birtist viðtal við Grétu Róbertsdóttur sem sagði farir móður sinnar ekki sléttar hjá sveitarfélaginu. Hún hafði sótt um launahækkun eftir að starf hennar sem stuðningsfulltrúi í námsveri stækkaði, en þáverandi skólastjóri neitað henni. Eftir að hún hafði farið í starfsmat að eigin beiðni, hækkuðu launin meira en hún hafði áður beðið um. Stuttu síðar hætti skólastjórinn og hóf störf á fjölskyldusviði Húnaþings vestra. Í skjóli þess embættis endurskoðaði hann launahækkun móður Grétu en á fundi sem hún var boðuð á var henni tilkynnt að samningi hennar yrði breytt. Gréta sagði að breytingarnar hafi haft í för með sér umtalsverðar breytingar á vinnutíma og launakjörum. Það hafi verið álit mömmu hennar og stéttarfélagsins Samstöðu, sem hún leitaði til, að um uppsögn væri að ræða. Það vildi maðurinn ekki samþykkja, heldur hefði verið um breytingu á samningi að ræða, og að ef hún skrifaði ekki undir nýjan samning, væri hún búin að segja upp starfi sínu og missti þannig öll réttindi. Móðir Grétu stóð í stappi við sveitarfélagið þar til hún lést úr hjartaáfalli síðastliðið sumar.

Sjá einnig: Segir móður sína illa svikna af Húnaþingi vestra: „Gjörsamlega siðlaust þó það sé kannski löglegt“

Undirskriftarsöfnun var haldin til stuðnings móður Grétu og komið til núverandi skólastjóra grunnskóla Húnaþings vestra, Eydísi Báru Jóhannsdóttur og henni ætlað að koma listanum á sveitarstjórnina. Listinn kom hins vegar aldrei á borð Húnaþings vestra, samkvæmt heimildum Mannlífs en að sveitarstjórninni hefði verið kunnugt um listann. Þess má geta að Eydís Bára er eiginkona oddvita Húnaþings vestra, Þorleifs Karls Eggertssonar.

Samkvæmt heimildum Mannlífs fengu starfmenn grunnskólans tölvupóst, í kjölfar fréttarinnar, þar sem þeir voru minntir á trúnaðarskyldu og þeim sagt að tjá sig ekki við um málefni skólans utan veggja hans. „Þau hafa greinilega ekkert að fela,“ sagði heimildarmaður í samtali við Mannlíf.

Í bréfinu er sagt að málið sé „þungt“ og það „getur tekið á marga.“ Þá er fólki boðið að tala við skólastjórnendur, vilji það ræða málið betur, sem verður að teljast skrítið því venjulega eru það trúnaðarmenn vinnustaða sem fólk leitar til í erfiðum málum sem þessum.

- Auglýsing -

Hér má sjá skjáskot af tölvupóstinum.

Bréf skólastjórans

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -